Melsungen, sem Guðmundur Guðmundsson stýrir, vann öruggan átta marka sigur á Wetzlar, 33-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Melsungen átti frábæran fyrri hálfleik. Þeir voru níu mörkum yfir í hálfleik en þeir skoruðu sautján mörk í fyrri hálfleik.
Eftirleikurinn var þar af leiðandi auðveldur en munurinn varð að endingu átta mörk, 33-25. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt marka Melsungen.
Melsungen er í fimmta sætinu með sjö stig í fyrstu fimm leikjunum.
Elvar Már Friðriksson skoraði fjórtán stig tók þrjú fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í úrvalsdeildinni í Litháen er lið hans Šiauliai tapaði fyrir Nevėžis-Optibet, 96-77.
Šiauliai er án stiga efir fyrstu sjö leikina.