Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2020 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00
Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41
Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12