Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 16:15 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Sjá meira
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11
Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent