Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2020 14:23 Úr Skagafirði. Ljósmyndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús.
Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira