Laug til að leyna óléttu á HM eftir að liðsfélagi kjaftaði frá Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 11:01 Camilla Herrem er ólétt á þessari mynd sem tekin var á HM 2017 þar sem hún vann silfur með Noregi. Getty/Axel Heimken Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira