Liverpool liðið fær ekki á sig mark með Fabinho í miðverði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 15:00 Fabinho í leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hann er ekki bara frábær miðjumaður heldur mjög góður miðvörður líka. EPA-EFE/Shaun Botterill Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira