Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2020 10:39 Jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík er skammt frá upptökum stóra skjálftans í gær. Vísir/Vilhelm Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira