Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:32 Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september árið 2018. VÍSIR Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján krafði ríkið um 1,4 milljarða króna í bætur en krafa dánarbús Tryggva hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Hæstiréttur tók mál þeirra upp og sýknaði fimmmenningana árið 2018. Mál Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars eru aðskilin. Bótakrafa Kristjáns Viðars var byggð á því að hann hafi verið talinn sekur maður að ósekju í nærri fjörutíu ár. Auk þess sat hann inni í rúm sjö ár. Krafa Kristjáns tvíþætt Krafa Kristjáns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var tvíþætt. Annars vegar miskabótakrafa fyrir brot gegn friði, persónu og æru hans, sem hljóðar upp á 1,63 milljarða. Hins vegar var um að ræða kröfu að fjárhæð 25 milljóna vegna þess fjártjóns sem hann varð fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar óýttust. Hvað miskabótakröfuna varðar er vísað til ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð. Hér má lesa dóm Kristjáns Viðars Júlíussonar. Krafa dánarbús Tryggva þríþætt Dánarbú Tryggva Rúnars tefldi fram þríþættri kröfu. Í fyrsta lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti í gæsluvarðhaldi og vegna annarra rannsóknaraðgerða sem hafi beinst að honum. Í öðru lagi vegna þess áfellisdóms sem kveðinn var upp yfir honum í Hæstarétti árið 1980 og afleiðinga hans og í þriðja lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og rekur dánarbú hans málið. Tryggvi var á sínum tíma dæmdur til 13 ára fangelsisvistar. Hér má lesa dóm dánarbús Tryggva Rúnars Jónssonar. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón. Vísað til yfirlýsinga á blaðamannafundi árið 1977 Er í kröfum Kristjáns Viðars meðal annars vísað til þess að á blaðamannafundi hjá Sakadómi Reykjavíkur hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds að stefnandi væri einn geranda í Guðmundar og geirfinnsmálinu. Kemur fram að: ,,Á þessum tímapunkti höfðu ákærur í málunum enn ekki verið gefnar út, og var fjarri því að fallið hefði dómur um málin. Eðli máls samkvæmt hafi mikið og ítarlega verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á þessum tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir stefnanda.“ Fyrirgert rétti sínu til bóta Í máli Kristjáns Viðars vísar dómurinn til þess að Hæstiréttur hafi á sínum tíma ekki tekið efnislega afstöðu til málsatvika. Því standi málsatvikalýsing frá því þegar upphaflega var dæmt í málinu. Kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta.“ Skorti skýrleika Í rökstuðningi dómsins í máli dánarbús Tryggva Rúnars segir m.a. að „verulega skortir á skýrleika í málatilbúnaði stefnanda um það hvernig stefnandi, það er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, geti verið aðili að máli þessu og á hverju dánarbúið byggi rétt sinn til hinna umkröfðu bóta.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján krafði ríkið um 1,4 milljarða króna í bætur en krafa dánarbús Tryggva hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Hæstiréttur tók mál þeirra upp og sýknaði fimmmenningana árið 2018. Mál Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars eru aðskilin. Bótakrafa Kristjáns Viðars var byggð á því að hann hafi verið talinn sekur maður að ósekju í nærri fjörutíu ár. Auk þess sat hann inni í rúm sjö ár. Krafa Kristjáns tvíþætt Krafa Kristjáns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var tvíþætt. Annars vegar miskabótakrafa fyrir brot gegn friði, persónu og æru hans, sem hljóðar upp á 1,63 milljarða. Hins vegar var um að ræða kröfu að fjárhæð 25 milljóna vegna þess fjártjóns sem hann varð fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar óýttust. Hvað miskabótakröfuna varðar er vísað til ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð. Hér má lesa dóm Kristjáns Viðars Júlíussonar. Krafa dánarbús Tryggva þríþætt Dánarbú Tryggva Rúnars tefldi fram þríþættri kröfu. Í fyrsta lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti í gæsluvarðhaldi og vegna annarra rannsóknaraðgerða sem hafi beinst að honum. Í öðru lagi vegna þess áfellisdóms sem kveðinn var upp yfir honum í Hæstarétti árið 1980 og afleiðinga hans og í þriðja lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og rekur dánarbú hans málið. Tryggvi var á sínum tíma dæmdur til 13 ára fangelsisvistar. Hér má lesa dóm dánarbús Tryggva Rúnars Jónssonar. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón. Vísað til yfirlýsinga á blaðamannafundi árið 1977 Er í kröfum Kristjáns Viðars meðal annars vísað til þess að á blaðamannafundi hjá Sakadómi Reykjavíkur hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds að stefnandi væri einn geranda í Guðmundar og geirfinnsmálinu. Kemur fram að: ,,Á þessum tímapunkti höfðu ákærur í málunum enn ekki verið gefnar út, og var fjarri því að fallið hefði dómur um málin. Eðli máls samkvæmt hafi mikið og ítarlega verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á þessum tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir stefnanda.“ Fyrirgert rétti sínu til bóta Í máli Kristjáns Viðars vísar dómurinn til þess að Hæstiréttur hafi á sínum tíma ekki tekið efnislega afstöðu til málsatvika. Því standi málsatvikalýsing frá því þegar upphaflega var dæmt í málinu. Kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta.“ Skorti skýrleika Í rökstuðningi dómsins í máli dánarbús Tryggva Rúnars segir m.a. að „verulega skortir á skýrleika í málatilbúnaði stefnanda um það hvernig stefnandi, það er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, geti verið aðili að máli þessu og á hverju dánarbúið byggi rétt sinn til hinna umkröfðu bóta.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira