Að þora, geta og vilja Una Hildardóttir skrifar 19. október 2020 16:01 Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Jafnréttismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun