Er stjórnsýslan í algjörum molum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 19. október 2020 09:00 Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skattar og tollar Umhverfismál Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun