„Mér sýnist þetta vera að stefna niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 08:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bindur vonir við að fjöldi smitaðra fari vel niður á næstu dögum og vikum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira