MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 14:48 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir hefur barist fyrir því að komast í húsnæðisúrræði frá því í janúar. Hún er með MS sjúkdóminn og er lömuð á höndum og fótum. Vísir MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?