Arðvæðing grunnstoða er lífshættuleg Drífa Snædal skrifar 16. október 2020 13:40 Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar