Arðvæðing grunnstoða er lífshættuleg Drífa Snædal skrifar 16. október 2020 13:40 Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun