Hætta við að skrá sig í bakvarðasveit vegna skerðinga á lánum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2020 12:27 Aníta segir að mun fleiri myndu skrá sig á lista ef ekki væri fyrir skerðingar og ófullnægjandi svigrúm. Aníta Runólfsdóttir Skerðing á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins hefur orðið til þess að fjölmargt ungt fólk hefur hætt við að skrá sig í bakvarðasveitina. Anítu Runólfsdóttur, sjúkraliða í námi, rennur blóðið til skyldunnar en hún segist ekki mega við neinum skerðingum því hún hafi tvö börn á sínu framfæri. Á upplýsingafundi almannavarna í gær biðlaði Alma Möller, landlæknir, til fólks að skrá sig í bakvarðasveitina því þörfin væri mikil. Ekki hefur gengið eins vel að manna bakvarðasveitina í yfirstandandi bylgju og í vor. Í fyrstu bylgju faraldursins skráðu yfir þúsund manns sig í bakvarðasveitina en í þetta sinn hafa rúmlega þrjú hundruð skráð sig. Aníta hefur sterkan grun um að skerðingar á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í þriðju bylgju valdi því að fólk skráir sig síður á lista. Í fyrstu bylgjunni fengu nemendur annað hvort „staðið“ eða „fallið“ fyrir námskeið. Slíku svigrúmi sé þó ekki fyrir að fara nú. „Ég er heilbrigðismenntuð - er sjúkraliði og í námi í félagsráðgjöf og hefði haft áhuga á að sinna bakvarðasveitinni mun betur og taka meiri þátt þar sem það vantar bæði innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það sem aftrar mér frá því að taka virkari þátt er sú staðreynd að ef ég tek of margar vaktir þá mun það hafa skerðingu í för með sér. Þá tekur skólinn í ekki jafn virkan þátt í að sýna tillit varðandi einkunnir í skólanum.“ Aníta segir að á meðal nemenda sé mikið rætt um þær hindranir sem standi í vegi fyrir því að nemar taki þátt í bakvarðasveitinni. Sem sé mikil synd því fjölmargir hafi áhuga á að leggja hönd á plóg. „Þetta hefur verið til umræðu. Fólk sem er í námi hefur sérstaklega haft orð á því að það vanti virkilega svigrúm til að hægt sé að stökkva í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00 Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Skerðing á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins hefur orðið til þess að fjölmargt ungt fólk hefur hætt við að skrá sig í bakvarðasveitina. Anítu Runólfsdóttur, sjúkraliða í námi, rennur blóðið til skyldunnar en hún segist ekki mega við neinum skerðingum því hún hafi tvö börn á sínu framfæri. Á upplýsingafundi almannavarna í gær biðlaði Alma Möller, landlæknir, til fólks að skrá sig í bakvarðasveitina því þörfin væri mikil. Ekki hefur gengið eins vel að manna bakvarðasveitina í yfirstandandi bylgju og í vor. Í fyrstu bylgju faraldursins skráðu yfir þúsund manns sig í bakvarðasveitina en í þetta sinn hafa rúmlega þrjú hundruð skráð sig. Aníta hefur sterkan grun um að skerðingar á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í þriðju bylgju valdi því að fólk skráir sig síður á lista. Í fyrstu bylgjunni fengu nemendur annað hvort „staðið“ eða „fallið“ fyrir námskeið. Slíku svigrúmi sé þó ekki fyrir að fara nú. „Ég er heilbrigðismenntuð - er sjúkraliði og í námi í félagsráðgjöf og hefði haft áhuga á að sinna bakvarðasveitinni mun betur og taka meiri þátt þar sem það vantar bæði innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það sem aftrar mér frá því að taka virkari þátt er sú staðreynd að ef ég tek of margar vaktir þá mun það hafa skerðingu í för með sér. Þá tekur skólinn í ekki jafn virkan þátt í að sýna tillit varðandi einkunnir í skólanum.“ Aníta segir að á meðal nemenda sé mikið rætt um þær hindranir sem standi í vegi fyrir því að nemar taki þátt í bakvarðasveitinni. Sem sé mikil synd því fjölmargir hafi áhuga á að leggja hönd á plóg. „Þetta hefur verið til umræðu. Fólk sem er í námi hefur sérstaklega haft orð á því að það vanti virkilega svigrúm til að hægt sé að stökkva í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00 Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00
Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29
Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38