Telur ekki ástæðu til að leggja til hertari aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 21:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32