Þríeykið: Heilbrigðiskerfið myndi aldrei standast álagið ef sóttvarnir væru í lágmarki Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 07:28 Víðir Reynisson, Alma Möller og Þórólfur Guðnason á Bessastöðum að taka við Fálkaorðunni í sumar. Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rita grein í Fréttablaðið í dag þar sem þau fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. Þar taka þau dæmi af nokkrum sviðsmyndum og segja að allt að þrjúþúsund Íslendingar myndu greinast með Covid 19 á hverjum einasta degi, seinni hluta nóvembermánaðar, ef engar sóttvarnaráðstafanir væru í gangi. Segja þau ljóst að heilbrigðiskerfið myndi aldrei ráða við slíkan fjölda. Þau Alma, Víðir og Þórólfur benda þó líka á að neikvæð áhrif sóttvarna á líðheilsu gætu reynst alvarleg ef aðgerðir væru of harðar. Því sé mikilvægt að leita sífellt að meðalvegi harðra aðgerða og frelsis til daglegs lífs. Samstaða um að verja innviði Þríeykið bendir á að í upphafi faraldursins hafi verið samstaða um að verja nauðsynlega innviði, heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Sá árangur sem þá náðist hafi byggt á víðtækum aðgerðum: „Upplýsingum til almennings, áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir, snemmgreiningu og einangrun sýktra, markvissu eftirliti ásamt snemmtækri íhlutun við versnun veikinda, smitrakningu, beitingu sóttkvíar og samfélagslegum aðgerðum,“ eins og segir í greininni. Þá segir að gögn og rannsóknir á heilsu og líðan landsmanna á tímum COVID bendi til þess að afleiðingar þeirra aðgerða sem gripið var til í fyrsty bylgju faraldursins hafi verið mildar. Þó sé hugsanlegt að tafir hafi orðið á sjúkdómsgreiningu og að afleiðingar komi síðar í ljós. En þríeykið bendir einnig á þá staðreynd að heildarfjöldi dauðsfalla hér á landi er ekki meiri það sem af er ári borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Landlæknir vill meta áhrifin á lýðheilsu betur Þremenningarnir vara þó við því að þótt áhrif sóttvarnaðgerða hér á landi virðist væg til skemmri tíma litið sé ástæða til að óttast langtímaáhrif ef ástandið dregst á langinn og gætu þau áhrif orðið í hinum ýmsu sviðum samfélagsins. „Landlæknir hefur því lagt til að stofnaðir verði þverfræðilegir og þverstofnanalegir hópar sem fái það hlutverk að vakta og meta áhrif á lýðheilsu,“ segir ennfremur í greininni. Þótt ástæða sé til að óttast langtímaáhrif sóttvarnaaðgerða á lýðheilsu segja sérfræðingar mun meiri hættu stafa af því ef ekki væri gripið til neinna aðgerða, þannig að veiran fengi að ganga nokkuð óáreitt. „Í nýju, finnsku spálíkani er gert ráð fyrir 88 þúsundum smita næstu tvo og hálfan mánuð hérlendis, ef engar sóttvarnaaðgerðir væru í gangi og myndu allt að 3.000 einstaklingar greinast daglega seinni hluta nóvember. Hafa þarf þetta í huga þegar sóttvarnaráðstafanir verða ákveðnar næstu mánuði,“ segir þríeykið og bætir við að enn fremur myndi leið hjarðónæmis valda miklum usla í samfélaginu almennt. Þannig yrði erfitt að tryggja nauðsynlega innviði og þjónustu ef stór hluti landsmanna væri veikur heima. Þau segja þessi áhrif hafa sést skýrt í þeim löndum sem verst fóru út úr fyrstu bylgju faraldursins. Leið hjarðónæmis nánast óframkvæmanleg Þá víkja þau að Great Barrington-yfirlýsingunni sem vakið hefur athygli eftir að nokkrir áhrifamenn í íslensku samfélagi skrifuðu undir hana á dögunum. Í yfirlýsingunni er varað við of hörðum aðgerðum og mælt með því að leið hjarðónæmis verði farin. Þríeykið geldur varhug við slíkum hugmyndum og segir þær óraunhæfar með tilliti til möguleika heilbrigðiskerfisins til að takast á við svo mikinn fjölda smita í einu, eins og yrði ef reynt yrði að ná hjarðónæmi: „Óumdeilt þykir að harðar sóttvarnaaðgerðir geta verið skaðlegar og því hefur verið áhersla á að hafa sóttvarnaaðgerðir sem mildastar hérlendis. Þannig var lífið í landinu með næsta eðlilegum hætti áður en þriðja bylgjan hófst og grípa þurfti til hertra aðgerða til þess að fletja kúrfuna vegna álags á heilbrigðiskerfið. Það er vísbending um að leið Great Barrington-hópsins kunni að vera nánast óframkvæmanleg, ef vilji er til þess að halda innviðum heilbrigðiskerfisins starfandi,“ segja þau Þórólfur, Alma og Víðir. Þau bæta því við að ávallt þurfi að halda áfram að finna hinn gullna meðalveg, þannig að smitum verði haldið niðri með sem minnstri röskun á daglegt líf. Það sé verkefni sem þjóðin megi ekki gefast upp á meðan beðið sé eftir bóluefni, en samvinna vísindamanna um allan heim gefi tilefni til bjartsýni um að sú stund renni upp. Vilja samstöðu en hvetja þó til umræðu og gagnrýni Að lokum segja þau mikilvægt að þjóðin standi áfram saman, þá muni henni farnast best. „Í ákalli um samstöðu felst þó ekki krafa um gagnrýnislausa umræðu, þvert á móti er mikilvægt að mismunandi sjónarmiðum sé velt upp þegar um er að ræða takmarkanir á borgaralegum réttindum. Bannfæring gagnrýnisradda er aðeins til þess fallin að sundra þeirri dýrmætu einingu sem við þörfnumst á þessum einstæðu og erfiðu tímum,“ segir þríeykið að lokum og bætir við: „Það er okkar bjargfasta skoðun að yfirvegun og samstaða er besta sóttvörnin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rita grein í Fréttablaðið í dag þar sem þau fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. Þar taka þau dæmi af nokkrum sviðsmyndum og segja að allt að þrjúþúsund Íslendingar myndu greinast með Covid 19 á hverjum einasta degi, seinni hluta nóvembermánaðar, ef engar sóttvarnaráðstafanir væru í gangi. Segja þau ljóst að heilbrigðiskerfið myndi aldrei ráða við slíkan fjölda. Þau Alma, Víðir og Þórólfur benda þó líka á að neikvæð áhrif sóttvarna á líðheilsu gætu reynst alvarleg ef aðgerðir væru of harðar. Því sé mikilvægt að leita sífellt að meðalvegi harðra aðgerða og frelsis til daglegs lífs. Samstaða um að verja innviði Þríeykið bendir á að í upphafi faraldursins hafi verið samstaða um að verja nauðsynlega innviði, heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Sá árangur sem þá náðist hafi byggt á víðtækum aðgerðum: „Upplýsingum til almennings, áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir, snemmgreiningu og einangrun sýktra, markvissu eftirliti ásamt snemmtækri íhlutun við versnun veikinda, smitrakningu, beitingu sóttkvíar og samfélagslegum aðgerðum,“ eins og segir í greininni. Þá segir að gögn og rannsóknir á heilsu og líðan landsmanna á tímum COVID bendi til þess að afleiðingar þeirra aðgerða sem gripið var til í fyrsty bylgju faraldursins hafi verið mildar. Þó sé hugsanlegt að tafir hafi orðið á sjúkdómsgreiningu og að afleiðingar komi síðar í ljós. En þríeykið bendir einnig á þá staðreynd að heildarfjöldi dauðsfalla hér á landi er ekki meiri það sem af er ári borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Landlæknir vill meta áhrifin á lýðheilsu betur Þremenningarnir vara þó við því að þótt áhrif sóttvarnaðgerða hér á landi virðist væg til skemmri tíma litið sé ástæða til að óttast langtímaáhrif ef ástandið dregst á langinn og gætu þau áhrif orðið í hinum ýmsu sviðum samfélagsins. „Landlæknir hefur því lagt til að stofnaðir verði þverfræðilegir og þverstofnanalegir hópar sem fái það hlutverk að vakta og meta áhrif á lýðheilsu,“ segir ennfremur í greininni. Þótt ástæða sé til að óttast langtímaáhrif sóttvarnaaðgerða á lýðheilsu segja sérfræðingar mun meiri hættu stafa af því ef ekki væri gripið til neinna aðgerða, þannig að veiran fengi að ganga nokkuð óáreitt. „Í nýju, finnsku spálíkani er gert ráð fyrir 88 þúsundum smita næstu tvo og hálfan mánuð hérlendis, ef engar sóttvarnaaðgerðir væru í gangi og myndu allt að 3.000 einstaklingar greinast daglega seinni hluta nóvember. Hafa þarf þetta í huga þegar sóttvarnaráðstafanir verða ákveðnar næstu mánuði,“ segir þríeykið og bætir við að enn fremur myndi leið hjarðónæmis valda miklum usla í samfélaginu almennt. Þannig yrði erfitt að tryggja nauðsynlega innviði og þjónustu ef stór hluti landsmanna væri veikur heima. Þau segja þessi áhrif hafa sést skýrt í þeim löndum sem verst fóru út úr fyrstu bylgju faraldursins. Leið hjarðónæmis nánast óframkvæmanleg Þá víkja þau að Great Barrington-yfirlýsingunni sem vakið hefur athygli eftir að nokkrir áhrifamenn í íslensku samfélagi skrifuðu undir hana á dögunum. Í yfirlýsingunni er varað við of hörðum aðgerðum og mælt með því að leið hjarðónæmis verði farin. Þríeykið geldur varhug við slíkum hugmyndum og segir þær óraunhæfar með tilliti til möguleika heilbrigðiskerfisins til að takast á við svo mikinn fjölda smita í einu, eins og yrði ef reynt yrði að ná hjarðónæmi: „Óumdeilt þykir að harðar sóttvarnaaðgerðir geta verið skaðlegar og því hefur verið áhersla á að hafa sóttvarnaaðgerðir sem mildastar hérlendis. Þannig var lífið í landinu með næsta eðlilegum hætti áður en þriðja bylgjan hófst og grípa þurfti til hertra aðgerða til þess að fletja kúrfuna vegna álags á heilbrigðiskerfið. Það er vísbending um að leið Great Barrington-hópsins kunni að vera nánast óframkvæmanleg, ef vilji er til þess að halda innviðum heilbrigðiskerfisins starfandi,“ segja þau Þórólfur, Alma og Víðir. Þau bæta því við að ávallt þurfi að halda áfram að finna hinn gullna meðalveg, þannig að smitum verði haldið niðri með sem minnstri röskun á daglegt líf. Það sé verkefni sem þjóðin megi ekki gefast upp á meðan beðið sé eftir bóluefni, en samvinna vísindamanna um allan heim gefi tilefni til bjartsýni um að sú stund renni upp. Vilja samstöðu en hvetja þó til umræðu og gagnrýni Að lokum segja þau mikilvægt að þjóðin standi áfram saman, þá muni henni farnast best. „Í ákalli um samstöðu felst þó ekki krafa um gagnrýnislausa umræðu, þvert á móti er mikilvægt að mismunandi sjónarmiðum sé velt upp þegar um er að ræða takmarkanir á borgaralegum réttindum. Bannfæring gagnrýnisradda er aðeins til þess fallin að sundra þeirri dýrmætu einingu sem við þörfnumst á þessum einstæðu og erfiðu tímum,“ segir þríeykið að lokum og bætir við: „Það er okkar bjargfasta skoðun að yfirvegun og samstaða er besta sóttvörnin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira