Þríeykið: Heilbrigðiskerfið myndi aldrei standast álagið ef sóttvarnir væru í lágmarki Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 07:28 Víðir Reynisson, Alma Möller og Þórólfur Guðnason á Bessastöðum að taka við Fálkaorðunni í sumar. Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rita grein í Fréttablaðið í dag þar sem þau fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. Þar taka þau dæmi af nokkrum sviðsmyndum og segja að allt að þrjúþúsund Íslendingar myndu greinast með Covid 19 á hverjum einasta degi, seinni hluta nóvembermánaðar, ef engar sóttvarnaráðstafanir væru í gangi. Segja þau ljóst að heilbrigðiskerfið myndi aldrei ráða við slíkan fjölda. Þau Alma, Víðir og Þórólfur benda þó líka á að neikvæð áhrif sóttvarna á líðheilsu gætu reynst alvarleg ef aðgerðir væru of harðar. Því sé mikilvægt að leita sífellt að meðalvegi harðra aðgerða og frelsis til daglegs lífs. Samstaða um að verja innviði Þríeykið bendir á að í upphafi faraldursins hafi verið samstaða um að verja nauðsynlega innviði, heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Sá árangur sem þá náðist hafi byggt á víðtækum aðgerðum: „Upplýsingum til almennings, áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir, snemmgreiningu og einangrun sýktra, markvissu eftirliti ásamt snemmtækri íhlutun við versnun veikinda, smitrakningu, beitingu sóttkvíar og samfélagslegum aðgerðum,“ eins og segir í greininni. Þá segir að gögn og rannsóknir á heilsu og líðan landsmanna á tímum COVID bendi til þess að afleiðingar þeirra aðgerða sem gripið var til í fyrsty bylgju faraldursins hafi verið mildar. Þó sé hugsanlegt að tafir hafi orðið á sjúkdómsgreiningu og að afleiðingar komi síðar í ljós. En þríeykið bendir einnig á þá staðreynd að heildarfjöldi dauðsfalla hér á landi er ekki meiri það sem af er ári borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Landlæknir vill meta áhrifin á lýðheilsu betur Þremenningarnir vara þó við því að þótt áhrif sóttvarnaðgerða hér á landi virðist væg til skemmri tíma litið sé ástæða til að óttast langtímaáhrif ef ástandið dregst á langinn og gætu þau áhrif orðið í hinum ýmsu sviðum samfélagsins. „Landlæknir hefur því lagt til að stofnaðir verði þverfræðilegir og þverstofnanalegir hópar sem fái það hlutverk að vakta og meta áhrif á lýðheilsu,“ segir ennfremur í greininni. Þótt ástæða sé til að óttast langtímaáhrif sóttvarnaaðgerða á lýðheilsu segja sérfræðingar mun meiri hættu stafa af því ef ekki væri gripið til neinna aðgerða, þannig að veiran fengi að ganga nokkuð óáreitt. „Í nýju, finnsku spálíkani er gert ráð fyrir 88 þúsundum smita næstu tvo og hálfan mánuð hérlendis, ef engar sóttvarnaaðgerðir væru í gangi og myndu allt að 3.000 einstaklingar greinast daglega seinni hluta nóvember. Hafa þarf þetta í huga þegar sóttvarnaráðstafanir verða ákveðnar næstu mánuði,“ segir þríeykið og bætir við að enn fremur myndi leið hjarðónæmis valda miklum usla í samfélaginu almennt. Þannig yrði erfitt að tryggja nauðsynlega innviði og þjónustu ef stór hluti landsmanna væri veikur heima. Þau segja þessi áhrif hafa sést skýrt í þeim löndum sem verst fóru út úr fyrstu bylgju faraldursins. Leið hjarðónæmis nánast óframkvæmanleg Þá víkja þau að Great Barrington-yfirlýsingunni sem vakið hefur athygli eftir að nokkrir áhrifamenn í íslensku samfélagi skrifuðu undir hana á dögunum. Í yfirlýsingunni er varað við of hörðum aðgerðum og mælt með því að leið hjarðónæmis verði farin. Þríeykið geldur varhug við slíkum hugmyndum og segir þær óraunhæfar með tilliti til möguleika heilbrigðiskerfisins til að takast á við svo mikinn fjölda smita í einu, eins og yrði ef reynt yrði að ná hjarðónæmi: „Óumdeilt þykir að harðar sóttvarnaaðgerðir geta verið skaðlegar og því hefur verið áhersla á að hafa sóttvarnaaðgerðir sem mildastar hérlendis. Þannig var lífið í landinu með næsta eðlilegum hætti áður en þriðja bylgjan hófst og grípa þurfti til hertra aðgerða til þess að fletja kúrfuna vegna álags á heilbrigðiskerfið. Það er vísbending um að leið Great Barrington-hópsins kunni að vera nánast óframkvæmanleg, ef vilji er til þess að halda innviðum heilbrigðiskerfisins starfandi,“ segja þau Þórólfur, Alma og Víðir. Þau bæta því við að ávallt þurfi að halda áfram að finna hinn gullna meðalveg, þannig að smitum verði haldið niðri með sem minnstri röskun á daglegt líf. Það sé verkefni sem þjóðin megi ekki gefast upp á meðan beðið sé eftir bóluefni, en samvinna vísindamanna um allan heim gefi tilefni til bjartsýni um að sú stund renni upp. Vilja samstöðu en hvetja þó til umræðu og gagnrýni Að lokum segja þau mikilvægt að þjóðin standi áfram saman, þá muni henni farnast best. „Í ákalli um samstöðu felst þó ekki krafa um gagnrýnislausa umræðu, þvert á móti er mikilvægt að mismunandi sjónarmiðum sé velt upp þegar um er að ræða takmarkanir á borgaralegum réttindum. Bannfæring gagnrýnisradda er aðeins til þess fallin að sundra þeirri dýrmætu einingu sem við þörfnumst á þessum einstæðu og erfiðu tímum,“ segir þríeykið að lokum og bætir við: „Það er okkar bjargfasta skoðun að yfirvegun og samstaða er besta sóttvörnin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rita grein í Fréttablaðið í dag þar sem þau fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. Þar taka þau dæmi af nokkrum sviðsmyndum og segja að allt að þrjúþúsund Íslendingar myndu greinast með Covid 19 á hverjum einasta degi, seinni hluta nóvembermánaðar, ef engar sóttvarnaráðstafanir væru í gangi. Segja þau ljóst að heilbrigðiskerfið myndi aldrei ráða við slíkan fjölda. Þau Alma, Víðir og Þórólfur benda þó líka á að neikvæð áhrif sóttvarna á líðheilsu gætu reynst alvarleg ef aðgerðir væru of harðar. Því sé mikilvægt að leita sífellt að meðalvegi harðra aðgerða og frelsis til daglegs lífs. Samstaða um að verja innviði Þríeykið bendir á að í upphafi faraldursins hafi verið samstaða um að verja nauðsynlega innviði, heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Sá árangur sem þá náðist hafi byggt á víðtækum aðgerðum: „Upplýsingum til almennings, áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir, snemmgreiningu og einangrun sýktra, markvissu eftirliti ásamt snemmtækri íhlutun við versnun veikinda, smitrakningu, beitingu sóttkvíar og samfélagslegum aðgerðum,“ eins og segir í greininni. Þá segir að gögn og rannsóknir á heilsu og líðan landsmanna á tímum COVID bendi til þess að afleiðingar þeirra aðgerða sem gripið var til í fyrsty bylgju faraldursins hafi verið mildar. Þó sé hugsanlegt að tafir hafi orðið á sjúkdómsgreiningu og að afleiðingar komi síðar í ljós. En þríeykið bendir einnig á þá staðreynd að heildarfjöldi dauðsfalla hér á landi er ekki meiri það sem af er ári borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Landlæknir vill meta áhrifin á lýðheilsu betur Þremenningarnir vara þó við því að þótt áhrif sóttvarnaðgerða hér á landi virðist væg til skemmri tíma litið sé ástæða til að óttast langtímaáhrif ef ástandið dregst á langinn og gætu þau áhrif orðið í hinum ýmsu sviðum samfélagsins. „Landlæknir hefur því lagt til að stofnaðir verði þverfræðilegir og þverstofnanalegir hópar sem fái það hlutverk að vakta og meta áhrif á lýðheilsu,“ segir ennfremur í greininni. Þótt ástæða sé til að óttast langtímaáhrif sóttvarnaaðgerða á lýðheilsu segja sérfræðingar mun meiri hættu stafa af því ef ekki væri gripið til neinna aðgerða, þannig að veiran fengi að ganga nokkuð óáreitt. „Í nýju, finnsku spálíkani er gert ráð fyrir 88 þúsundum smita næstu tvo og hálfan mánuð hérlendis, ef engar sóttvarnaaðgerðir væru í gangi og myndu allt að 3.000 einstaklingar greinast daglega seinni hluta nóvember. Hafa þarf þetta í huga þegar sóttvarnaráðstafanir verða ákveðnar næstu mánuði,“ segir þríeykið og bætir við að enn fremur myndi leið hjarðónæmis valda miklum usla í samfélaginu almennt. Þannig yrði erfitt að tryggja nauðsynlega innviði og þjónustu ef stór hluti landsmanna væri veikur heima. Þau segja þessi áhrif hafa sést skýrt í þeim löndum sem verst fóru út úr fyrstu bylgju faraldursins. Leið hjarðónæmis nánast óframkvæmanleg Þá víkja þau að Great Barrington-yfirlýsingunni sem vakið hefur athygli eftir að nokkrir áhrifamenn í íslensku samfélagi skrifuðu undir hana á dögunum. Í yfirlýsingunni er varað við of hörðum aðgerðum og mælt með því að leið hjarðónæmis verði farin. Þríeykið geldur varhug við slíkum hugmyndum og segir þær óraunhæfar með tilliti til möguleika heilbrigðiskerfisins til að takast á við svo mikinn fjölda smita í einu, eins og yrði ef reynt yrði að ná hjarðónæmi: „Óumdeilt þykir að harðar sóttvarnaaðgerðir geta verið skaðlegar og því hefur verið áhersla á að hafa sóttvarnaaðgerðir sem mildastar hérlendis. Þannig var lífið í landinu með næsta eðlilegum hætti áður en þriðja bylgjan hófst og grípa þurfti til hertra aðgerða til þess að fletja kúrfuna vegna álags á heilbrigðiskerfið. Það er vísbending um að leið Great Barrington-hópsins kunni að vera nánast óframkvæmanleg, ef vilji er til þess að halda innviðum heilbrigðiskerfisins starfandi,“ segja þau Þórólfur, Alma og Víðir. Þau bæta því við að ávallt þurfi að halda áfram að finna hinn gullna meðalveg, þannig að smitum verði haldið niðri með sem minnstri röskun á daglegt líf. Það sé verkefni sem þjóðin megi ekki gefast upp á meðan beðið sé eftir bóluefni, en samvinna vísindamanna um allan heim gefi tilefni til bjartsýni um að sú stund renni upp. Vilja samstöðu en hvetja þó til umræðu og gagnrýni Að lokum segja þau mikilvægt að þjóðin standi áfram saman, þá muni henni farnast best. „Í ákalli um samstöðu felst þó ekki krafa um gagnrýnislausa umræðu, þvert á móti er mikilvægt að mismunandi sjónarmiðum sé velt upp þegar um er að ræða takmarkanir á borgaralegum réttindum. Bannfæring gagnrýnisradda er aðeins til þess fallin að sundra þeirri dýrmætu einingu sem við þörfnumst á þessum einstæðu og erfiðu tímum,“ segir þríeykið að lokum og bætir við: „Það er okkar bjargfasta skoðun að yfirvegun og samstaða er besta sóttvörnin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira