Borgarstjóri segir af sér í skugga óviðeigandi sambands og morðhótana Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 14:31 Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage, hann lætur af störfum í næstu viku. AP/Bill Roth Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi. Bandaríkin Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi.
Bandaríkin Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira