„Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:31 Teymið á bak við Mynto, þau Heba Fjalarsdóttir, Viktor Grönfeldt Steinþórsson, Viktor Margeirsson, Brynjar Gauti Þorsteinsson og Gunnar Kolbeinsson. Ólafur Alexander Ólafsson Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira