Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 23:36 Norska þinghúsið í Osló. Tölvuþrjótar komust í tölvupósta þingmanna og starfsmanna þingsins en ekki hefur verið gefið upp hversu miklu magni gagna var stolið í innbrotinu. Vísir/EPA Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu. Árásin var gerð 24. ágúst og var tölvupóstum þingmanna og starfsmanna þingsins stolið. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í dag að ríkisstjórnin hefði upplýsingar undir höndum sem vísuðu á Rússa en að rannsókn stæði enn yfir. Innbrotið í tölvukerfi þingsins hefur verið sett í samhengi við deilur norskra og rússneskra stjórnvalda um meintan rússneskan njósnara sem Norðmenn vísuðu úr landi fyrr í ágústmánuði. Rússneska sendiráðið í Osló brást við ásökunum í yfirlýsingu sem það birti á Facebook-síðu sinni í dag. Sagði það ásakanirnar „óásættanlegar“ og „alvarlega og vísvitandi ögrun“. Sakaði það jafnframt norsk stjórnvöld um að hafa hafnað viðræðum um tölvuglæpi, að því er kemur fram í frétt rússnesku ríkisfréttastofunnar TASS. Fyrr á þessu ári varaði norska herleyniþjónustan við því að stjórnvöld í Kreml reyndu að ala á sundrung með áróðursherferðum sem væri ætlað að veikja traust almennings á stjórnvöldum, kosningum og fjölmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuþrjótar á vegum rússneskra stjórnvalda brutust inn í tölvupósta stjórnmálamanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og láku til fjölmiðla fyrir forsetakosningarnar þar árið 2016. Þá háðu útsendarar Rússlands upplýsingahernað á samfélagsmiðlum sem bandarísk yfirvöld telja að hafi átt að sundra bandarísku þjóðinni. Rússland Noregur Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu. Árásin var gerð 24. ágúst og var tölvupóstum þingmanna og starfsmanna þingsins stolið. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í dag að ríkisstjórnin hefði upplýsingar undir höndum sem vísuðu á Rússa en að rannsókn stæði enn yfir. Innbrotið í tölvukerfi þingsins hefur verið sett í samhengi við deilur norskra og rússneskra stjórnvalda um meintan rússneskan njósnara sem Norðmenn vísuðu úr landi fyrr í ágústmánuði. Rússneska sendiráðið í Osló brást við ásökunum í yfirlýsingu sem það birti á Facebook-síðu sinni í dag. Sagði það ásakanirnar „óásættanlegar“ og „alvarlega og vísvitandi ögrun“. Sakaði það jafnframt norsk stjórnvöld um að hafa hafnað viðræðum um tölvuglæpi, að því er kemur fram í frétt rússnesku ríkisfréttastofunnar TASS. Fyrr á þessu ári varaði norska herleyniþjónustan við því að stjórnvöld í Kreml reyndu að ala á sundrung með áróðursherferðum sem væri ætlað að veikja traust almennings á stjórnvöldum, kosningum og fjölmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuþrjótar á vegum rússneskra stjórnvalda brutust inn í tölvupósta stjórnmálamanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og láku til fjölmiðla fyrir forsetakosningarnar þar árið 2016. Þá háðu útsendarar Rússlands upplýsingahernað á samfélagsmiðlum sem bandarísk yfirvöld telja að hafi átt að sundra bandarísku þjóðinni.
Rússland Noregur Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira