Sértæk lyf við veirusýkingunni kunni að hjálpa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 20:33 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira