Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 23:19 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín. Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín.
Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51