Fjarnemendur í hjúkrunarfræði vilja fjarnám í stað verklegs vegna faraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2020 19:00 Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri vilja að verklegt nám fari fram á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Visir Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira