Áslaug Arna safnar sögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 22:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað breytingar á lögum um mannanöfn. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30