Fátæktargildran: Hin blóðuga sóun Jón Ingi Hákonarson skrifar 12. október 2020 10:00 Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar