Gæti minni loftmengun dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 9. október 2020 10:30 Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun