Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 11:35 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér kyrrstöðu. Aðgerðir Samfylkingarinnar fjölgi störum, styrki innviði og græna nýsköpun. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45
Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent