Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 11:35 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér kyrrstöðu. Aðgerðir Samfylkingarinnar fjölgi störum, styrki innviði og græna nýsköpun. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45
Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00