Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2020 21:23 Frá Vestmannaeyjaflugvelli. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem hófst síðdegis og lauk um kvöldmatarleytið. Bæjarmiðlarnir Eyjar.net, Tígull og Eyjafréttir greina allir frá málinu í kvöld. Fram kemur að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, hafi undanfarna daga átt í samskiptum við fulltrúa Isavia vegna uppsagna starfsmanna félagsins á Vestmannaeyjaflugvelli. Starfsmönnunum var sagt upp eftir að Flugfélagið Ernir ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja um mánaðamótin ágúst-september. „Gott samtal hefur átt sér stað milli aðila og í kjölfarið hefur Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors,“ segir í fundargerðinni. Ennfremur er greint frá viðræðum bæjarstjóra við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð, meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Flugfélag Íslands hætti flugi til Vestmannaeyja haustið 2001. Innanlandsflug félagsins er núna rekið undir markaðsheitinu Air Iceland Connect.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur,“ segir í fundargerðinni. „Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.“ Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem hófst síðdegis og lauk um kvöldmatarleytið. Bæjarmiðlarnir Eyjar.net, Tígull og Eyjafréttir greina allir frá málinu í kvöld. Fram kemur að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, hafi undanfarna daga átt í samskiptum við fulltrúa Isavia vegna uppsagna starfsmanna félagsins á Vestmannaeyjaflugvelli. Starfsmönnunum var sagt upp eftir að Flugfélagið Ernir ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja um mánaðamótin ágúst-september. „Gott samtal hefur átt sér stað milli aðila og í kjölfarið hefur Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors,“ segir í fundargerðinni. Ennfremur er greint frá viðræðum bæjarstjóra við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð, meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Flugfélag Íslands hætti flugi til Vestmannaeyja haustið 2001. Innanlandsflug félagsins er núna rekið undir markaðsheitinu Air Iceland Connect.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur,“ segir í fundargerðinni. „Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.“
Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42