Skutu hljóðfrárri eldflaug á tíu þúsund kílómetra hraða Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 13:27 Vladímír Pútín og Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands. Forsetaembætti Rússlands Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka. Rússland Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka.
Rússland Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira