Íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist í dag með kórónuveiruna. Hann er annar íbúinn sem greinist með veiruna en áður hafði verið greint frá smiti meðal íbúa í byrjun mánaðar.
Fram kemur í tilkynningu frá Hrafnistu að ræst hafi verið ákveðið viðbúnaðarstig hjá neyðarstjórn Hrafnistu til að tryggja öryggi íbúa og starfsmanna.
Ísafold er áfram lokuð allir íbúar heimilisins eru í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu. Hrafnista vinnur með rakningarteymi Almannavarna að því að stöðva frekari útbreiðslu veirunnar.