Bein útsending: Nordic Innovation - Staða heilsutækni á Norðurlöndum Ský 7. október 2020 08:00 Marianne Larsson, Haraldur Ingi Birgisson og Kristleifur Kristjánsson flytja erindi á ráðstefnunni. Fundarstjóri er Erla Björnsdóttir Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation
Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira