Stöndum frammi fyrir nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2020 13:09 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þjóðin stendur frammi fyrir nýjum veruleika vegna kórónuveirufaraldursins að sögn fjármálaráðherra sem mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun og munu umræður um hana fara fram á Alþingi í dag. Í áætluninni eru lagðar stóru línurnar í opinberum fjármálum til næstu fimm ára. Samkvæmt henni stefnir í allt að níu hundruð milljarða króna halla á ríkisfjármálum á tímabilinu. Fjármálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins og sagði markmið þeirra að fleyta heimilum og fyrirtækjum áfram til betra efnahagsástands. „Þar sem vonir standa til þess að faraldurinn verði skammvinnur,” sagði Bjarni í morgun. Umræða um fjármálaáætlun fer fram á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Kórónuveirufaraldurinn hefur dregist á langinn um allan heim og nú er ljóst að faraldurinn og eftirmálar hans munu hafa mikil áhrif á lífsviðurværi þjóðarinnar næstu árin. Því er mikilvægt að nálgun stjórnvalda taki mið af því og að aðgerðir verði aðlagaðar að þessum nýja veruleika.” Líkt og víða annars staðar muni efnahagsástandið leiða til hratt vaxandi skulda. Skuldir hins opinbera gætu vaxið úr 29% af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48% árið 2021. Fyrsta umræðu um fjárlög næsta árs fór fram á þinginu í gær og var frumvarpið afgreitt til umfjöllunar í fjárlaganefnd sem kemur saman á morgun. Bjarni sagði í morgun að stöðva þurfi skuldasöfnunina eigi síðar en á lokaári fjármálaáætlunar. „Þetta meginmarkmið fjármálaáætlunar er lykillinn að því að rjúfa vítahring hallareksturs og skuldasöfnunar í því skyni að endurheimta styrka fjárhagsstöðu hins opinbera í framtíðinni,” sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Þjóðin stendur frammi fyrir nýjum veruleika vegna kórónuveirufaraldursins að sögn fjármálaráðherra sem mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun og munu umræður um hana fara fram á Alþingi í dag. Í áætluninni eru lagðar stóru línurnar í opinberum fjármálum til næstu fimm ára. Samkvæmt henni stefnir í allt að níu hundruð milljarða króna halla á ríkisfjármálum á tímabilinu. Fjármálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins og sagði markmið þeirra að fleyta heimilum og fyrirtækjum áfram til betra efnahagsástands. „Þar sem vonir standa til þess að faraldurinn verði skammvinnur,” sagði Bjarni í morgun. Umræða um fjármálaáætlun fer fram á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Kórónuveirufaraldurinn hefur dregist á langinn um allan heim og nú er ljóst að faraldurinn og eftirmálar hans munu hafa mikil áhrif á lífsviðurværi þjóðarinnar næstu árin. Því er mikilvægt að nálgun stjórnvalda taki mið af því og að aðgerðir verði aðlagaðar að þessum nýja veruleika.” Líkt og víða annars staðar muni efnahagsástandið leiða til hratt vaxandi skulda. Skuldir hins opinbera gætu vaxið úr 29% af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48% árið 2021. Fyrsta umræðu um fjárlög næsta árs fór fram á þinginu í gær og var frumvarpið afgreitt til umfjöllunar í fjárlaganefnd sem kemur saman á morgun. Bjarni sagði í morgun að stöðva þurfi skuldasöfnunina eigi síðar en á lokaári fjármálaáætlunar. „Þetta meginmarkmið fjármálaáætlunar er lykillinn að því að rjúfa vítahring hallareksturs og skuldasöfnunar í því skyni að endurheimta styrka fjárhagsstöðu hins opinbera í framtíðinni,” sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira