Lögreglan á Norðurlandi vestra birti í kvöld myndir á Facebook-síðu sinni af spjöllum af völdum utanvegaaksturs á Sauðárkróki. Skemmdarverkin virðast hafa verið framin á tveimur stöðum á Sauðárkróki, annars vegar í Kirkjulauf og hins vegar á svæðinu fyrir Iðju, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar.
Lögreglan óskar eftir að ná tali af þeim sem þarna voru að verki og biður jafnframt þá sem kunna að hafa vitneskju um málið um að hafa samband í síma 444 0700 eða 112.