Misstu af þúsundum smita vegna klúðurs í Excel Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 15:40 Smitrakningarteymi misstu mögulega af þúsundum manna sem gætu hafa verið útsett fyrir veirunni vegna mistaka í gagnavinnslu yfirvalda. Vísir/EPA Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira