Misstu af þúsundum smita vegna klúðurs í Excel Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 15:40 Smitrakningarteymi misstu mögulega af þúsundum manna sem gætu hafa verið útsett fyrir veirunni vegna mistaka í gagnavinnslu yfirvalda. Vísir/EPA Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira