Kínverska sendiráðið virðist hafa stundað vöktun úr hófi fram Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 10:18 Öryggismyndavélar á horni kínverska sendiráðsins við Bríetartún 1 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira