Kínverska sendiráðið virðist hafa stundað vöktun úr hófi fram Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 10:18 Öryggismyndavélar á horni kínverska sendiráðsins við Bríetartún 1 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent