Rúnar Páll: Erum við ekki allir mannlegir? Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2020 19:52 Rúnar Páll tók sigri kvöldsins fagnandi þó hann hafi komið undir lokin gegn botnliðinu. Vísir/Bára „Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“ Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00