Skemmdarverk unnin á Trans-Jesú í skjóli nætur Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 17:53 Jesú var skrapaður af í skjóli nætur. Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“ Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“
Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15