Veikindi Trumps „katastrófa á Biblíu-leveli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 14:39 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ og Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri ræddu stöðuna sem uppi er fyrir kosningarnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir Kórónuveirusmit Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er „katastrófa á Biblíu-leveli,“ og setur stórt strik í reikninginn fyrir kosningabaráttu hans að mati sérfræðinga um Bandarísk stjórnmál. Mánuður er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum en þau Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ og Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri ræddu stöðuna sem uppi er fyrir kosningarnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján Kristjánsson þáttarstjórnandi spurði þau meðal annars hvaða áhrif veikindi forsetans hafi á stöðu mála að þeirra mati. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif. Pólitískt hefur þetta þau áhrif að covid er aftur komið á dagskrá. Það er verið að fjalla meira um það beint. Ef að hann reynist síðan veikur, mjög veikur þá hefur þetta að sjálfsögðu mikil áhrif líka. Því að hann er „sterki maðurinn,“ það er hans ímynd. Og meira að segja þótt hann fái einhver tilraunalyf og komist út úr þessu á tiltölulega fljótum tíma þá er þetta samt sem áður áminning um það að það eru rúmlega 200 þúsund manns látnir. Það er allt í klessu,“ sagði Friðjón. Kannanir bendi til þess að Trump sé langt undir Joe Biden og það bæði í lykilríkjum og á landsvísu. „Ég sé ekki hvernig þetta er eitthvað annað en katastrófa á biblíu-leveli,“ sagði Friðjón. Silja Bára tók undir það að veikindi forsetans komi ekki til með að gera honum lífið léttara. „Þetta er alla veganna mjög slæmt fyrir Trump að hann og fjöldinn allur af fólki í kringum hann, nánir samstarfsmenn, öldungadeildarþingmenn, sem að eru veikir og auðvitað mun umfang veikinda Trump kannski sérstaklega hafa mikil áhrif á þetta,“ sagði Silja Bára. Til að mynda sé Trump nýbúinn að tilnefna nýjan hæstaréttardómara og að taka eigi staðfestingu á þeirri tilnefningu til umfjöllunar eftir rúma viku. „Með þrjá veika fulltrúa Repúblikana þá er allt í einu staðan orðin önnur í bæði dómsmálanefndinni og í öldungadeildinni yfir höfuð,“ nefnir Silja Bára sem dæmi. Hún tekur undir með Friðjóni hvað varðar áherslu Trump á sína sterku karlmennskuímynd. „Þróttur hans og styrkur er eitthvað sem að hann markaðssetur mjög til sinna kjósenda þannig að það að hann hafi veikst er annars vegar áminning um það að hann sé ekki þessi sterki, þróttmikli karlmaður og hins vegar auðvitað er það áminningin um það, sem að andstæðingar hans, Biden og aðrir, hafa verið að minna á núna í um hálft ár, er að hann sé ekki að bregðast nógu kröftuglega við þessum faraldri,“ segir Silja Bára. Þá setji veikindi forsetans vissulega strik í reikninginn fyrir kosningabaráttu hans í ljósi þess að hann getur ekki verið viðstaddur í eigin persónu á stórum kosningaviðburðum. Þau Silja Bára og Friðjón fóru um víðan völl í þættinum en yfirlýsingar Trump um að hann muni hugsanlega ekki viðurkenna úrslit kosninganna ef að þau verða honum í óhag, bárust meðal annars í tal. „Þetta endurspeglar ruglið sem er í gangi og endurspeglar hvers konar fígúra Donald Trump er,“ Friðjón. „Það er mjög margt í Bandarísku kerfi sem að eru brestir á sem að hefur hangið saman bara á hefðinni og venjunni og svo framvegis og svo kemur forseti sem að virðir engar hefðir, engar venjur og ekki neitt og þá er bara allt í uppnámi,“ Friðjón og vísar meðal annars til þess að kosningakerfið sé um margt verulega ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi. „Þetta eru svo mörg kerfi, svo margt ólíkt innbyrðis og varpar ljósi á það bara hvað Trump er illa að sér í því hverjar kröfur til lýðræðisins eru, eða hverjar kröfur lýðræðisins til íbúanna eru. Hann sagði það líka 2016 að hann væri ekki tilbúinn til að viðurkenna lögmæti kosninganna en vildi svo til að hann vann, og auðvitað á þessari skekkju í kerfinu. Það er ekki fjöldi atkvæða heldur fjöldi kjörmanna sem að skiptir máli. Allar spár núna auðvitað sýna að hann stendur enn verr, bæði miðað við fylgi í kjörmannakerfinu og líka bara hlutfallslega fylgið,“ segir Silja Bára. Viðtalið við Silju Báru og Friðjón á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Viðtalið er í tveimur hlutum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Sprengisandur Tengdar fréttir Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Kórónuveirusmit Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er „katastrófa á Biblíu-leveli,“ og setur stórt strik í reikninginn fyrir kosningabaráttu hans að mati sérfræðinga um Bandarísk stjórnmál. Mánuður er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum en þau Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ og Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri ræddu stöðuna sem uppi er fyrir kosningarnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján Kristjánsson þáttarstjórnandi spurði þau meðal annars hvaða áhrif veikindi forsetans hafi á stöðu mála að þeirra mati. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif. Pólitískt hefur þetta þau áhrif að covid er aftur komið á dagskrá. Það er verið að fjalla meira um það beint. Ef að hann reynist síðan veikur, mjög veikur þá hefur þetta að sjálfsögðu mikil áhrif líka. Því að hann er „sterki maðurinn,“ það er hans ímynd. Og meira að segja þótt hann fái einhver tilraunalyf og komist út úr þessu á tiltölulega fljótum tíma þá er þetta samt sem áður áminning um það að það eru rúmlega 200 þúsund manns látnir. Það er allt í klessu,“ sagði Friðjón. Kannanir bendi til þess að Trump sé langt undir Joe Biden og það bæði í lykilríkjum og á landsvísu. „Ég sé ekki hvernig þetta er eitthvað annað en katastrófa á biblíu-leveli,“ sagði Friðjón. Silja Bára tók undir það að veikindi forsetans komi ekki til með að gera honum lífið léttara. „Þetta er alla veganna mjög slæmt fyrir Trump að hann og fjöldinn allur af fólki í kringum hann, nánir samstarfsmenn, öldungadeildarþingmenn, sem að eru veikir og auðvitað mun umfang veikinda Trump kannski sérstaklega hafa mikil áhrif á þetta,“ sagði Silja Bára. Til að mynda sé Trump nýbúinn að tilnefna nýjan hæstaréttardómara og að taka eigi staðfestingu á þeirri tilnefningu til umfjöllunar eftir rúma viku. „Með þrjá veika fulltrúa Repúblikana þá er allt í einu staðan orðin önnur í bæði dómsmálanefndinni og í öldungadeildinni yfir höfuð,“ nefnir Silja Bára sem dæmi. Hún tekur undir með Friðjóni hvað varðar áherslu Trump á sína sterku karlmennskuímynd. „Þróttur hans og styrkur er eitthvað sem að hann markaðssetur mjög til sinna kjósenda þannig að það að hann hafi veikst er annars vegar áminning um það að hann sé ekki þessi sterki, þróttmikli karlmaður og hins vegar auðvitað er það áminningin um það, sem að andstæðingar hans, Biden og aðrir, hafa verið að minna á núna í um hálft ár, er að hann sé ekki að bregðast nógu kröftuglega við þessum faraldri,“ segir Silja Bára. Þá setji veikindi forsetans vissulega strik í reikninginn fyrir kosningabaráttu hans í ljósi þess að hann getur ekki verið viðstaddur í eigin persónu á stórum kosningaviðburðum. Þau Silja Bára og Friðjón fóru um víðan völl í þættinum en yfirlýsingar Trump um að hann muni hugsanlega ekki viðurkenna úrslit kosninganna ef að þau verða honum í óhag, bárust meðal annars í tal. „Þetta endurspeglar ruglið sem er í gangi og endurspeglar hvers konar fígúra Donald Trump er,“ Friðjón. „Það er mjög margt í Bandarísku kerfi sem að eru brestir á sem að hefur hangið saman bara á hefðinni og venjunni og svo framvegis og svo kemur forseti sem að virðir engar hefðir, engar venjur og ekki neitt og þá er bara allt í uppnámi,“ Friðjón og vísar meðal annars til þess að kosningakerfið sé um margt verulega ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi. „Þetta eru svo mörg kerfi, svo margt ólíkt innbyrðis og varpar ljósi á það bara hvað Trump er illa að sér í því hverjar kröfur til lýðræðisins eru, eða hverjar kröfur lýðræðisins til íbúanna eru. Hann sagði það líka 2016 að hann væri ekki tilbúinn til að viðurkenna lögmæti kosninganna en vildi svo til að hann vann, og auðvitað á þessari skekkju í kerfinu. Það er ekki fjöldi atkvæða heldur fjöldi kjörmanna sem að skiptir máli. Allar spár núna auðvitað sýna að hann stendur enn verr, bæði miðað við fylgi í kjörmannakerfinu og líka bara hlutfallslega fylgið,“ segir Silja Bára. Viðtalið við Silju Báru og Friðjón á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Viðtalið er í tveimur hlutum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Sprengisandur Tengdar fréttir Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01
Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46
Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00