Grunnskólahald á tímum Covid Eðvarð Hilmarsson skrifar 4. október 2020 12:31 Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun