Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2020 12:11 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi, sem er mjög óánægð með þann aðbúnað, sem lögreglan í Vík býr við í húsnæðismálum. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira