Handbolti

Elvar Örn átti góðan leik | Viktor Gísli ekki enn tapað leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson er að gera góða hluti hjá GOG í Danmörku.
Viktor Gísli Hallgrímsson er að gera góða hluti hjá GOG í Danmörku. Bára

Elvar Örn Jónsson átti frábæran leik fyrir Skjern sem vann fimm marka sigur á Arhus í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Holstebro máttu svo þola 35-31 tap á heimavelli gegn GOG en Viktor Gísli Hallgrímsson ver mark liðsins.

Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson átti mjög góðan leik er Skjern fékk Arus í heimsókn í efstu deild danska handboltans. Skjern var sterkari aðilinn nær allan leikinn og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 19-17.

Heimamenn gengu enn frekar á lagið í síðari hálfleik og unnu leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 35-30. Elvar Örn átti eins og áður sagði góðan leik í liði Skjern, skoraði hann fimm mörk í leiknum.

Var þetta annar sigur Skjern í fyrstu fimm leikjum tímabilsins en liðið er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig.

Þá mættust Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson er GOG heimsótti Holsebro. Fór það svo að Viktor Gísli og félagar í GOG unnu fjögurra marka sigur. Lokatölur 35-31 eftir að GOG var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15.

Viktor Gísli varð sex skot í marki GOG á meðan Óðinn Þór komst ekki á blað hjá Holstebro.

Fyrir leik voru bæði lið taplaus. GOG situr nú í 3. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki, á liðið einn og tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Holsebro er í 5. sæti með sex stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×