Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 07:15 Umslag fyrir póstatkvæði í forsetakosningunum í haust í New Jersey. Kjósendur þurfa að fylla út og ganga frá póstatkvæðum eftir kúnstarinnar reglum. Búast má við hörðum deilum á milli repúblikana og demókrata um ógildingu póstatkvæða sem Trump forseti hefur ítrekað og rakalaust lýst sem sviksamlegum. AP/Gary Hershorn/Getty Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. Dæmi er um að atkvæði sem var sent frá Íslandi hafi tekið sjö vikur að berast á áfangastað. Forseta- og þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum þriðjudaginn 3. nóvember. Þeir Bandaríkjamenn sem búa á Íslandi geta tekið þátt með því að senda atkvæði sín í pósti. Linnulausar árásir Trump á póstatkvæði, sem hann heldur rakalaust fram að leiði til stórfelldra kosningasvika, og fréttir af hægagangi í póstþjónustu vestanhafs hafa leitt til þess að margir þeirra hafa sótt um atkvæðaseðil og sent atkvæði sitt sérstaklega snemma í ár. Sumir þeirra gagnrýna bandaríska sendiráðið á Íslandi fyrir að gera minna til að aðstoða þá við að greiða atkvæði í kosningunum í ár þrátt fyrir aukna þörf vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Póstur er lengur á leiðinni og forsetinn vill losna við atkvæðin Póstatkvæði og talning þeirra hefur orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram án sannana að brögð verði í tafli í kosningunum vegna þess að mörg ríki bjóða nú fleiri kjósendum upp á að greiða atkvæði með pósti en áður til að forðast smithættu og glundroða á kjörstöðum. Forsetinn hefur gengið svo langt að gefa í skyn að hann muni ekki viðurkenna ósigur ef hann tapar kosningnum nema að hætt verði við að bjóða upp á póstatkvæði. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna. Til að bæta gráu ofan á svart hefur niðurskurður hjá bandarísku póstþjónustunni valdið því að póstur er nú lengur á leiðinni en áður. Stofnunin sendi yfirvöldum í einstökum ríkjum bréf í sumar þar sem hún varaði við því að hún næði mögulega ekki að koma öllum atkvæðum til skila. Trump hefur sjálfur sagt að hann vilji ekki að pósturinn fái aukafjárveitingar svo að ríki geti ekki boðið upp á póstatkvæði í ríkari mæli. Orðræða forsetans hefur skapað flokkadrætti í því hverjir ætla að greiða atkvæði með pósti sem voru ekki til staðar áður. Þannig ætla nú hlutfallslega fleiri demókratar að greiða póstatkvæði en repúblikanar. Óttast því margir demókratar að atkvæði þeirra berist ekki kjörstjórnum í tæka tíð en einnig að forsetinn komi því til leiðar að póstatkvæði verði ekki talin eða úrskurðuð ógild. Vegna flokkadráttanna hefði það meiri áhrif á kjörfylgi demókrata en repúblikana. Starfsmenn kjörstjórnar í Norður-Karólínu búa sig undir að senda út atkvæðaseðla til kjósenda sem hafa óskað eftir að senda póstatkvæði. Harðar deilur standa nú yfir um póstatkvæði vestanhafs vegna linnulausra árása Trump á lögmæti slíkar atkvæða.AP/Gerry Broome Að minnsta kosti þrefalt lengur á leiðinni Bandaríkjamenn á Íslandi hafa ekki farið varhluta af töfunum hjá bandaríska póstinum. Lisa Franco frá nýstofnuðu aðildarfélagi samtakanna Demókratar erlendis (e. Democrats abroad) á Íslandi sem hjálpa bandarískum kjósendum að nýta atkvæðarétt sinn óháð flokksaðild, segir að tímaramminn sem þeir hafa til að kjósa í ár sé mun þrengri en áður. „Á venjulegu ári getur maður sent atkvæðaseðil til Bandaríkjanna með hefðbundnum pósti hjá Póstinum og hann berst á einni viku. Í ár tekur það að minnsta kosti þrjár vikur,“ segir Lisa við Vísi. Hún segir dæmi um að póstatkvæði í forvalskosningum í Minnesota sem var sent 31. júlí hafi verið sjö vikur á leiðinni á áfangastað. Það hafi ekki skilað sér fyrr en nýlega. Brynjar Smári Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Póstsins, segir að búast megi við því að póstur frá Íslandi til Bandaríkjanna sé nokkrum dögum lengur á leiðinni en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki er lengur flogið beint frá Íslandi til New York þar sem bandaríski pósturinn er með miðstöð fyrir alþjóðalegan póst. Því er pósti frá Íslandi flogið til Boston og honum svo ekið suður til New York. Hann getur ekki sagt til um seinkanir á afhendingu pósts innan Bandaríkjanna. Pósturinn hafi áður fengið óskir frá póstþjónustum erlendis um ráðstafanir vegna kosninga en engin slík beiðni hafi borist frá bandaríska póstinum nú. Lisa Franco ásamt Edward Farmer. Bæði vinna þau fyrir samtökin Demókratar erlendis á Íslandi sem aðstoða bandaríska kjósendur við að greiða atkvæði í kosningunum í næsta mánuði.Lisa Franco Miserfitt að kjósa á milli ríkja Ferlið sem Bandaríkjamenn á Íslandi sem vilja kjósa í kosningunum þurfa að fara í gegnum getur verið flókið og misauðvelt eftir því frá hvaða ríki þeir eru. Kjósendur þurfa að gæta þess að þeir séu skráðir á kjörskrá og óska sérstaklega eftir að fá atkvæðaseðil sendan. Þegar atkvæðaseðillinn berst með pósti þurfa þeir að fylla hann út og senda með pósti til baka. Allt ferlið getur þannig tekið fleiri vikur. Misjafnt er á milli ríkja hvenær atkvæði þurfa að berast til að þau verði talin. Sums staðar nægir að atkvæði séu póstlögð á kjördag. „Kjósendur verða að skilja hvernig þeir eiga að skrá sig með kerfinu á netinu sem þeir þekkja alls ekki til og reglurnar um hvernig þeir eiga að senda atkvæði sitt til baka til þeirra ríkis. Þar sem að póstkerfið er í uppnámi verður þetta allt að gerast mjög snemma eða fólk verður að nota [hraðsendiþjónusturnar] DHL eða Fedex ef það vill virkilega tryggja að atkvæðið berist í tæka tíð,“ segir Lisa. Samtök Repúblikanaflokksins utan Bandaríkjanna er ekki með starfsemi á Íslandi eftir því sem næst verður komist. Póstatkvæðaseðill þar sem kjósendur geta valið á milli Trump/Pence og Biden/Harris.AP/Gary Hershorn/Getty Kjörseðillinn enn ekki skilað sér til Íslands Ein þeirra sem hefur áhyggjur af því að ná að skila gildu atkvæði í haust er Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir. Hún óskaði eftir að fá atkvæðaseðil sendan frá heimaríki sínu Illinois í ágúst. Það gat hún gert á netinu en atkvæðaseðlar voru ekki sendir út fyrr en 19. september. Atkvæðaseðill hennar hefur enn ekki skilað sér nú þegar aðeins rúmur mánuður er til kjördags. Enn er einhver tími til stefnu. Í Illinois þarf að vera búið að póstleggja atkvæði fyrir kjördag og atkvæði sem berast eftir það verða talin til 17. nóvember. Engu að síður óttast Grace að kjörseðillinn berist henni ekki nógu snemma til að hún nái að senda hann til baka útfylltan í tíma. „Ég veit ekki hvort hann berst í tæka tíð,“ segir hún. Því býr hún sig undir að senda kjörseðil í gegnum utankjörfundarkerfi bandarísku alríkisstjórnarinnar (FVAP). Þann kjörseðil getur fólk prentað út sjálft og sent inn. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að sá seðill er auður og kjósendur þurfa að fylla út allar upplýsingar. Meiri hætta er því á að slíkur seðill verði úrskurðaður ógildur ef kjósandi fyllir hann ekki rétt út. Ekki er aðeins kosið til forseta í kosningunum heldur einnig til Bandaríkjaþings, ríkisþinga og annarra embætta. „Maður verður að gera þetta fullkomlega til að tryggja að seðlinum verði ekki hafnað,“ segir Grace. Umræðan um að Trump vilji ekki að póstatkvæði verði talin gild og tafir hjá bandaríska póstinum valda Grace áhyggjum og vantrausti á kosningunum. „Þetta er yfirleitt stressandi og ruglandi en það er það enn meira nú með pólitíska andrúmsloftinu og heilbrigðisvandanum,“ segir hún. Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir kýs í Illinois. Atkvæðaseðill sem hún óskaði eftir í ágúst hafði enn ekki borist henni í lok síðustu viku.Vísir/Stöð 2 Sendi atkvæðið eins hratt og mögulegt var Jessica Bowe, sem hefur kosið í bandarískum kosningum á Íslandi frá 2008, er þegar búin að fá staðfestingu frá yfirvöldum í heimabæ sínum í Wisconsin að atkvæði hennar hafi borist. Hún segir það einn af kostum þess að vera á kjörskrá í smábæ. Hún gat jafnframt fengið atkvæðaseðilinn sendan í tölvupósti. „Um leið og ég fékk atkvæðaseðilinn í tölvupósti frá vinalegum bæjarstarfsmanni prentaði ég hann út, fyllti hann út og fór á pósthúsið eins fljótt og var mannlega auðið,“ segir hún. Það gerði hún 9. september og fékk hún staðfestingu um að atkvæðið hefði borist á áfangastað rétt tæpum fjórum vikum síðar. Eins og fleiri segist Jessica hafa verið sérstaklega uggandi um að atkvæði hennar bærist örugglega í ár vegna árása forsetans á póstatkvæði og vandamála hjá póstinum. Þar að auki vegna þess að Wisconsin er eitt þeirra ríkja sem er líklegt til að hafa mikil áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Ríkið var eitt af nokkrum í svonefndu „ryðbelti“ í norðanverðum Bandaríkjunum sem Trump vann með naumum mun árið 2016 og fleyttu honum til sigurs gegn Hillary Clinton. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um er Joe Biden, frambjóðandi demókrata nú með um sjö prósentustiga forskot á Trump þar. „Að kjósa hefur í alvörunni valdið mér meiri streitu en efnahags- og atvinnuástandið á Íslandi,“ segir Jessica. Jessica Bowe kýs í Wisconsin sem er eitt þeirra ríkja sem er líklegt til að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember.Jessica Bowe Vantreysta sendiráðinu Þær Lisa, Grace og Jessica lýsa allar vantrausti á sendiráðið á Íslandi hvað varðar aðstoð við kjósendur hér. Nokkur styr hefur staðið um Jeffrey Ross Gunter, sendiherra, undanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði. Grace sagði Vísi í júlí að henni hefði ekki tekist að skrá barn sitt sem fæddist á Íslandi sem bandarískan ríkisborgara því sendiráðið hefði ekki tekið við beiðnum um slíkt svo mánuðum skipti. Lisa frá Demókrötum á Íslandi, sem er hluti af alþjóðlegum samtökum stuðningsmanna Demókrataflokksins utan Bandaríkjanna, fullyrðir að undir stjórn Gunter hafi sendiráðið algerlega vikið sér undan skyldum sínum í að aðstoða Bandaríkjamenn sem eru búsettir á Íslandi við að nýta sér grundvallarréttindi sín. Fyrir kosningarnar árið 2016 þegar annar sendiherra sat í sendiráðinu hafi það staðið fyrir fundum og verið með opið hús daglega til að hjálpa fólki að skrá sig og kjósa. Í ár þegar þörfin sé meiri og hindranirnar stærri hafi sendiráðið sent þrjá tölvupósta til Bandaríkjamanna hér á landi. „Þeir virðast hvetja fólk til að kjósa en leggja svo fram ráð, til dæmis um að senda atkvæðaseðillinn þinn með póstþjónustu sendiráðsins svo seint sem 10. október. Af okkar reynslu í ár leiðir það mjög líklega til þess að atkvæðið þitt berist eftir kosningar og verði aldrei talið,“ segir Lisa. Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg. Undirskriftum var safnað gegn sendiherranum fyrr í þessu ári en sumir Bandaríkjamenn á Íslandi gagnrýna að þjónusta þess hafi legið í lamasessi.Vísir/Vilhelm „Vinna virkt“ með Bandaríkjamönnum á Íslandi Patrick Geraghty, talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, svaraði ekki beint hvernig sendiráðið aðstoðaði Bandaríkjamenn á Íslandi við að kjósa né hvort sú aðstoð í ár væri frábrugðin fyrri kosningum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Fullyrti hann aðeins að sendiráðið „vinni virkt með bandarískum borgurum á Íslandi í kosningaferlinu“. Vísaði hann á upplýsingar um hvernig skuli kjósa erlendis á vefsíðu sendiráðsins og bandarísku alríkisstjórnarinnar. Bandaríkjamenn á Íslandi geta skilið atkvæðin sín eftir hjá sendiráðinu sem sendir þau með diplómatapósti til Virginíu þar sem bandaríski pósturinn tekur við þeim. Vísir spurði sendiráðið hvort að því væri kunnugt um að atkvæði sem var sent frá Íslandi með þessum hætti fyrir forvalskosningar í sumar hafi ekki borist í tæka tíð. Geraghty segir sendiráðið þó hvorki fylgjast með hversu mörg atkvæði séu send þannig né hvenær þau berast á áfangastað. Sendiráðið mæli með því að atkvæðaseðlum sé skilað til þess ekki síðar en 10. október, þegar um þrjár og hálf vika er til kjördags. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Innflytjendamál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. Dæmi er um að atkvæði sem var sent frá Íslandi hafi tekið sjö vikur að berast á áfangastað. Forseta- og þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum þriðjudaginn 3. nóvember. Þeir Bandaríkjamenn sem búa á Íslandi geta tekið þátt með því að senda atkvæði sín í pósti. Linnulausar árásir Trump á póstatkvæði, sem hann heldur rakalaust fram að leiði til stórfelldra kosningasvika, og fréttir af hægagangi í póstþjónustu vestanhafs hafa leitt til þess að margir þeirra hafa sótt um atkvæðaseðil og sent atkvæði sitt sérstaklega snemma í ár. Sumir þeirra gagnrýna bandaríska sendiráðið á Íslandi fyrir að gera minna til að aðstoða þá við að greiða atkvæði í kosningunum í ár þrátt fyrir aukna þörf vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Póstur er lengur á leiðinni og forsetinn vill losna við atkvæðin Póstatkvæði og talning þeirra hefur orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram án sannana að brögð verði í tafli í kosningunum vegna þess að mörg ríki bjóða nú fleiri kjósendum upp á að greiða atkvæði með pósti en áður til að forðast smithættu og glundroða á kjörstöðum. Forsetinn hefur gengið svo langt að gefa í skyn að hann muni ekki viðurkenna ósigur ef hann tapar kosningnum nema að hætt verði við að bjóða upp á póstatkvæði. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna. Til að bæta gráu ofan á svart hefur niðurskurður hjá bandarísku póstþjónustunni valdið því að póstur er nú lengur á leiðinni en áður. Stofnunin sendi yfirvöldum í einstökum ríkjum bréf í sumar þar sem hún varaði við því að hún næði mögulega ekki að koma öllum atkvæðum til skila. Trump hefur sjálfur sagt að hann vilji ekki að pósturinn fái aukafjárveitingar svo að ríki geti ekki boðið upp á póstatkvæði í ríkari mæli. Orðræða forsetans hefur skapað flokkadrætti í því hverjir ætla að greiða atkvæði með pósti sem voru ekki til staðar áður. Þannig ætla nú hlutfallslega fleiri demókratar að greiða póstatkvæði en repúblikanar. Óttast því margir demókratar að atkvæði þeirra berist ekki kjörstjórnum í tæka tíð en einnig að forsetinn komi því til leiðar að póstatkvæði verði ekki talin eða úrskurðuð ógild. Vegna flokkadráttanna hefði það meiri áhrif á kjörfylgi demókrata en repúblikana. Starfsmenn kjörstjórnar í Norður-Karólínu búa sig undir að senda út atkvæðaseðla til kjósenda sem hafa óskað eftir að senda póstatkvæði. Harðar deilur standa nú yfir um póstatkvæði vestanhafs vegna linnulausra árása Trump á lögmæti slíkar atkvæða.AP/Gerry Broome Að minnsta kosti þrefalt lengur á leiðinni Bandaríkjamenn á Íslandi hafa ekki farið varhluta af töfunum hjá bandaríska póstinum. Lisa Franco frá nýstofnuðu aðildarfélagi samtakanna Demókratar erlendis (e. Democrats abroad) á Íslandi sem hjálpa bandarískum kjósendum að nýta atkvæðarétt sinn óháð flokksaðild, segir að tímaramminn sem þeir hafa til að kjósa í ár sé mun þrengri en áður. „Á venjulegu ári getur maður sent atkvæðaseðil til Bandaríkjanna með hefðbundnum pósti hjá Póstinum og hann berst á einni viku. Í ár tekur það að minnsta kosti þrjár vikur,“ segir Lisa við Vísi. Hún segir dæmi um að póstatkvæði í forvalskosningum í Minnesota sem var sent 31. júlí hafi verið sjö vikur á leiðinni á áfangastað. Það hafi ekki skilað sér fyrr en nýlega. Brynjar Smári Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Póstsins, segir að búast megi við því að póstur frá Íslandi til Bandaríkjanna sé nokkrum dögum lengur á leiðinni en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki er lengur flogið beint frá Íslandi til New York þar sem bandaríski pósturinn er með miðstöð fyrir alþjóðalegan póst. Því er pósti frá Íslandi flogið til Boston og honum svo ekið suður til New York. Hann getur ekki sagt til um seinkanir á afhendingu pósts innan Bandaríkjanna. Pósturinn hafi áður fengið óskir frá póstþjónustum erlendis um ráðstafanir vegna kosninga en engin slík beiðni hafi borist frá bandaríska póstinum nú. Lisa Franco ásamt Edward Farmer. Bæði vinna þau fyrir samtökin Demókratar erlendis á Íslandi sem aðstoða bandaríska kjósendur við að greiða atkvæði í kosningunum í næsta mánuði.Lisa Franco Miserfitt að kjósa á milli ríkja Ferlið sem Bandaríkjamenn á Íslandi sem vilja kjósa í kosningunum þurfa að fara í gegnum getur verið flókið og misauðvelt eftir því frá hvaða ríki þeir eru. Kjósendur þurfa að gæta þess að þeir séu skráðir á kjörskrá og óska sérstaklega eftir að fá atkvæðaseðil sendan. Þegar atkvæðaseðillinn berst með pósti þurfa þeir að fylla hann út og senda með pósti til baka. Allt ferlið getur þannig tekið fleiri vikur. Misjafnt er á milli ríkja hvenær atkvæði þurfa að berast til að þau verði talin. Sums staðar nægir að atkvæði séu póstlögð á kjördag. „Kjósendur verða að skilja hvernig þeir eiga að skrá sig með kerfinu á netinu sem þeir þekkja alls ekki til og reglurnar um hvernig þeir eiga að senda atkvæði sitt til baka til þeirra ríkis. Þar sem að póstkerfið er í uppnámi verður þetta allt að gerast mjög snemma eða fólk verður að nota [hraðsendiþjónusturnar] DHL eða Fedex ef það vill virkilega tryggja að atkvæðið berist í tæka tíð,“ segir Lisa. Samtök Repúblikanaflokksins utan Bandaríkjanna er ekki með starfsemi á Íslandi eftir því sem næst verður komist. Póstatkvæðaseðill þar sem kjósendur geta valið á milli Trump/Pence og Biden/Harris.AP/Gary Hershorn/Getty Kjörseðillinn enn ekki skilað sér til Íslands Ein þeirra sem hefur áhyggjur af því að ná að skila gildu atkvæði í haust er Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir. Hún óskaði eftir að fá atkvæðaseðil sendan frá heimaríki sínu Illinois í ágúst. Það gat hún gert á netinu en atkvæðaseðlar voru ekki sendir út fyrr en 19. september. Atkvæðaseðill hennar hefur enn ekki skilað sér nú þegar aðeins rúmur mánuður er til kjördags. Enn er einhver tími til stefnu. Í Illinois þarf að vera búið að póstleggja atkvæði fyrir kjördag og atkvæði sem berast eftir það verða talin til 17. nóvember. Engu að síður óttast Grace að kjörseðillinn berist henni ekki nógu snemma til að hún nái að senda hann til baka útfylltan í tíma. „Ég veit ekki hvort hann berst í tæka tíð,“ segir hún. Því býr hún sig undir að senda kjörseðil í gegnum utankjörfundarkerfi bandarísku alríkisstjórnarinnar (FVAP). Þann kjörseðil getur fólk prentað út sjálft og sent inn. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að sá seðill er auður og kjósendur þurfa að fylla út allar upplýsingar. Meiri hætta er því á að slíkur seðill verði úrskurðaður ógildur ef kjósandi fyllir hann ekki rétt út. Ekki er aðeins kosið til forseta í kosningunum heldur einnig til Bandaríkjaþings, ríkisþinga og annarra embætta. „Maður verður að gera þetta fullkomlega til að tryggja að seðlinum verði ekki hafnað,“ segir Grace. Umræðan um að Trump vilji ekki að póstatkvæði verði talin gild og tafir hjá bandaríska póstinum valda Grace áhyggjum og vantrausti á kosningunum. „Þetta er yfirleitt stressandi og ruglandi en það er það enn meira nú með pólitíska andrúmsloftinu og heilbrigðisvandanum,“ segir hún. Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir kýs í Illinois. Atkvæðaseðill sem hún óskaði eftir í ágúst hafði enn ekki borist henni í lok síðustu viku.Vísir/Stöð 2 Sendi atkvæðið eins hratt og mögulegt var Jessica Bowe, sem hefur kosið í bandarískum kosningum á Íslandi frá 2008, er þegar búin að fá staðfestingu frá yfirvöldum í heimabæ sínum í Wisconsin að atkvæði hennar hafi borist. Hún segir það einn af kostum þess að vera á kjörskrá í smábæ. Hún gat jafnframt fengið atkvæðaseðilinn sendan í tölvupósti. „Um leið og ég fékk atkvæðaseðilinn í tölvupósti frá vinalegum bæjarstarfsmanni prentaði ég hann út, fyllti hann út og fór á pósthúsið eins fljótt og var mannlega auðið,“ segir hún. Það gerði hún 9. september og fékk hún staðfestingu um að atkvæðið hefði borist á áfangastað rétt tæpum fjórum vikum síðar. Eins og fleiri segist Jessica hafa verið sérstaklega uggandi um að atkvæði hennar bærist örugglega í ár vegna árása forsetans á póstatkvæði og vandamála hjá póstinum. Þar að auki vegna þess að Wisconsin er eitt þeirra ríkja sem er líklegt til að hafa mikil áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Ríkið var eitt af nokkrum í svonefndu „ryðbelti“ í norðanverðum Bandaríkjunum sem Trump vann með naumum mun árið 2016 og fleyttu honum til sigurs gegn Hillary Clinton. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um er Joe Biden, frambjóðandi demókrata nú með um sjö prósentustiga forskot á Trump þar. „Að kjósa hefur í alvörunni valdið mér meiri streitu en efnahags- og atvinnuástandið á Íslandi,“ segir Jessica. Jessica Bowe kýs í Wisconsin sem er eitt þeirra ríkja sem er líklegt til að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember.Jessica Bowe Vantreysta sendiráðinu Þær Lisa, Grace og Jessica lýsa allar vantrausti á sendiráðið á Íslandi hvað varðar aðstoð við kjósendur hér. Nokkur styr hefur staðið um Jeffrey Ross Gunter, sendiherra, undanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði. Grace sagði Vísi í júlí að henni hefði ekki tekist að skrá barn sitt sem fæddist á Íslandi sem bandarískan ríkisborgara því sendiráðið hefði ekki tekið við beiðnum um slíkt svo mánuðum skipti. Lisa frá Demókrötum á Íslandi, sem er hluti af alþjóðlegum samtökum stuðningsmanna Demókrataflokksins utan Bandaríkjanna, fullyrðir að undir stjórn Gunter hafi sendiráðið algerlega vikið sér undan skyldum sínum í að aðstoða Bandaríkjamenn sem eru búsettir á Íslandi við að nýta sér grundvallarréttindi sín. Fyrir kosningarnar árið 2016 þegar annar sendiherra sat í sendiráðinu hafi það staðið fyrir fundum og verið með opið hús daglega til að hjálpa fólki að skrá sig og kjósa. Í ár þegar þörfin sé meiri og hindranirnar stærri hafi sendiráðið sent þrjá tölvupósta til Bandaríkjamanna hér á landi. „Þeir virðast hvetja fólk til að kjósa en leggja svo fram ráð, til dæmis um að senda atkvæðaseðillinn þinn með póstþjónustu sendiráðsins svo seint sem 10. október. Af okkar reynslu í ár leiðir það mjög líklega til þess að atkvæðið þitt berist eftir kosningar og verði aldrei talið,“ segir Lisa. Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg. Undirskriftum var safnað gegn sendiherranum fyrr í þessu ári en sumir Bandaríkjamenn á Íslandi gagnrýna að þjónusta þess hafi legið í lamasessi.Vísir/Vilhelm „Vinna virkt“ með Bandaríkjamönnum á Íslandi Patrick Geraghty, talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, svaraði ekki beint hvernig sendiráðið aðstoðaði Bandaríkjamenn á Íslandi við að kjósa né hvort sú aðstoð í ár væri frábrugðin fyrri kosningum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Fullyrti hann aðeins að sendiráðið „vinni virkt með bandarískum borgurum á Íslandi í kosningaferlinu“. Vísaði hann á upplýsingar um hvernig skuli kjósa erlendis á vefsíðu sendiráðsins og bandarísku alríkisstjórnarinnar. Bandaríkjamenn á Íslandi geta skilið atkvæðin sín eftir hjá sendiráðinu sem sendir þau með diplómatapósti til Virginíu þar sem bandaríski pósturinn tekur við þeim. Vísir spurði sendiráðið hvort að því væri kunnugt um að atkvæði sem var sent frá Íslandi með þessum hætti fyrir forvalskosningar í sumar hafi ekki borist í tæka tíð. Geraghty segir sendiráðið þó hvorki fylgjast með hversu mörg atkvæði séu send þannig né hvenær þau berast á áfangastað. Sendiráðið mæli með því að atkvæðaseðlum sé skilað til þess ekki síðar en 10. október, þegar um þrjár og hálf vika er til kjördags.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Innflytjendamál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30