Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. október 2020 23:31 Rúnar (t.h) er hér ásamt Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara KR. Andrew Milligan/Getty Images Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira