Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2020 22:01 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og svietarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43
Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39