„Við höfum einstakt tækifæri til að líta í spegil“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“ Alþingi Píratar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“
Alþingi Píratar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira