Fyrirliði nýliðanna hetjan og áberandi í yfirferð Gaupa um kvennakörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:02 Fjölniskonur fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Skjámynd/S2 Sport Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna
Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira