Fyrirliði nýliðanna hetjan og áberandi í yfirferð Gaupa um kvennakörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:02 Fjölniskonur fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Skjámynd/S2 Sport Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna
Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira