Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 15:00 í dag. Fundurinn fer fram klukkustund síðar en vanalegt er vegna þingsetningu Alþingis.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Gestur fundarins verður Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Að neðan má sjá beina útsendingu frá fundinum og textalýsingu þar fyrir neðan. Þá er fundurinn í beinni á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu.