Jóhannes Karl: Það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2020 19:15 Jóhannes Karl Sigursteinsson var ekki sáttur í lok leiks. VÍSIR/VILHELM KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55