Keflavík með pálmann í höndunum | Draumurinn úti hjá Eyjamönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 18:00 Keflavík er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári. Vísir/Vilhelm Fjórum af sex leikjum dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu er nú lokið. Topplið Keflavíkur steig risaskref í átt að sæti í Pepsi Max deildinni að ári með öruggum sigri á ÍBV. Að sama skapi eru vonir Eyjamanna litlar sem engar þó enn sé tölfræðilegur möguleiki á að liðið komist upp þá er hann ekki raunhæfur. Grindavík pakkaði Víking Ólafsvík saman á heimavelli, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð þar sem liðið lagði heimamenn í Vestra og Þór Akureyri og Afturelding skildu jöfn. Karlalið Keflavíkur að feta í fótspor kvennaliðs félagsins Leikur Keflavíkur og ÍBV var aðeins sjö mínútna gamall þegar Davíð Snær Jóhannsson kom heimamönnum yfir. Joey Gibbs – markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar – fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Keflavík fékk þá víti en Halldór Páll Geirsson – markvörður ÍBV – gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gibbs sem og frákastaði. Gary John Martn jafnaði metin strax í næstu sókn en það eru þó skiptar skoðanir hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Markið stóð hins vegar og staðan því 1-1 í hálfleik. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu Gibbs. Frans Elvarsson kom svo heimamönnum í 3-1 þegar 25 mínútur voru til leiksloka með marki af vítapunktinum. Keflavík sankaði að sér gulum spjöldum í dag, alls fengu þeir sjö gul spjöld í leiknum. Ari Steinn nældi í sitt annað á 78. mínútu og því þurftu heimamenn að klára leikinn með aðeins tíu manns á vellinum. Það kom ekki að sök og lokatölur 3-1 Keflavík í vil. Grindavík kláraði leikinn á fyrstu fimmtán Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Víking Ólafsvík þar sem Oddur Ingi Bjarnason – lánsmaður frá KR – var svo sannarlega í sviðsljósinu. Hann kom Grindavík yfir strax á 1. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík í 2-0 á 12. mínútu leiksins og þremur mínútum síðar lagði Oddur Ingi upp mark fyrir Guðmund Magnússon. Staðan því orðin 3-0 þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar og reyndust það lokatölur leiksins. Oddur átti þó eftir að koma við sögu í síðari hálfleik en þegar rúmur klukkutími var liðinn fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ólsarar náðu ekki að nýta sér það að vera manni fleiri og lauk leiknum með 3-0 sigri Grindavíkur. Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fram er liðið lagði Vestra 2-1 á útivelli en Nacho Gil minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þá gerðu Þór Akureyri og Afturelding 1-1 jafntefli en bæði mörkin komu af vítapunktinum undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson kom Aftureldingu yfir en Alvaro Montejo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í deildinni Keflavík er á toppi deildarinnar með 40 stig – ásamt því að eiga leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Fram er þar fyrir neðan en það stefnir allt í að Leiknir Reykjavík taki af þeim 2. sætið þar sem þeir virðast ætla að landa öruggum sigri gegn nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Liðin eru þó jöfn að stigum en bæði eru með 39 stig. Grindavík er komið í 4. sæti með 32 stig en Eyjamenn sitja þar fyrir neðan með 30 stig. Þrátt fyrir 3-0 tap þurfa Víkingar frá Ólafsvík ekki mikið að stressa sig á að falla en þeir eru í 9. sæti, sjö stigum frá fallsæti sem stendur. Magni Grenivík heimsækir Þrótt Reykjavík í leik sem þeir verða nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Fjórum af sex leikjum dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu er nú lokið. Topplið Keflavíkur steig risaskref í átt að sæti í Pepsi Max deildinni að ári með öruggum sigri á ÍBV. Að sama skapi eru vonir Eyjamanna litlar sem engar þó enn sé tölfræðilegur möguleiki á að liðið komist upp þá er hann ekki raunhæfur. Grindavík pakkaði Víking Ólafsvík saman á heimavelli, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð þar sem liðið lagði heimamenn í Vestra og Þór Akureyri og Afturelding skildu jöfn. Karlalið Keflavíkur að feta í fótspor kvennaliðs félagsins Leikur Keflavíkur og ÍBV var aðeins sjö mínútna gamall þegar Davíð Snær Jóhannsson kom heimamönnum yfir. Joey Gibbs – markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar – fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Keflavík fékk þá víti en Halldór Páll Geirsson – markvörður ÍBV – gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gibbs sem og frákastaði. Gary John Martn jafnaði metin strax í næstu sókn en það eru þó skiptar skoðanir hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Markið stóð hins vegar og staðan því 1-1 í hálfleik. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu Gibbs. Frans Elvarsson kom svo heimamönnum í 3-1 þegar 25 mínútur voru til leiksloka með marki af vítapunktinum. Keflavík sankaði að sér gulum spjöldum í dag, alls fengu þeir sjö gul spjöld í leiknum. Ari Steinn nældi í sitt annað á 78. mínútu og því þurftu heimamenn að klára leikinn með aðeins tíu manns á vellinum. Það kom ekki að sök og lokatölur 3-1 Keflavík í vil. Grindavík kláraði leikinn á fyrstu fimmtán Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Víking Ólafsvík þar sem Oddur Ingi Bjarnason – lánsmaður frá KR – var svo sannarlega í sviðsljósinu. Hann kom Grindavík yfir strax á 1. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík í 2-0 á 12. mínútu leiksins og þremur mínútum síðar lagði Oddur Ingi upp mark fyrir Guðmund Magnússon. Staðan því orðin 3-0 þegar aðeins 15 mínútur voru liðnar og reyndust það lokatölur leiksins. Oddur átti þó eftir að koma við sögu í síðari hálfleik en þegar rúmur klukkutími var liðinn fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ólsarar náðu ekki að nýta sér það að vera manni fleiri og lauk leiknum með 3-0 sigri Grindavíkur. Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fram er liðið lagði Vestra 2-1 á útivelli en Nacho Gil minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þá gerðu Þór Akureyri og Afturelding 1-1 jafntefli en bæði mörkin komu af vítapunktinum undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson kom Aftureldingu yfir en Alvaro Montejo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í deildinni Keflavík er á toppi deildarinnar með 40 stig – ásamt því að eiga leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Fram er þar fyrir neðan en það stefnir allt í að Leiknir Reykjavík taki af þeim 2. sætið þar sem þeir virðast ætla að landa öruggum sigri gegn nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Liðin eru þó jöfn að stigum en bæði eru með 39 stig. Grindavík er komið í 4. sæti með 32 stig en Eyjamenn sitja þar fyrir neðan með 30 stig. Þrátt fyrir 3-0 tap þurfa Víkingar frá Ólafsvík ekki mikið að stressa sig á að falla en þeir eru í 9. sæti, sjö stigum frá fallsæti sem stendur. Magni Grenivík heimsækir Þrótt Reykjavík í leik sem þeir verða nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira